Heimferðin

Maður verður víst ad klára ferðasöguna, er það ekki? Ég var ad færa allar færslurnar inn í word til að prenta þær síðan út og eiga og komst ad því ad það vantaði endann á ferðasöguna. Hérna kemur því heimferðin. (Það er ótrúlega erfitt að venja sig á að nota íslenska stafi aftur!)

Flugið frá Sao Paulo var yfirbókað sem var svona líka heppilegt fyrir okkur Sævar. Við vorum flutt yfir í World Traveller Plus sæti sem eru mun betri heldur en venjuleg sæti. Við vorum auðvitað geggjað sátt með það og nutum þess mikið að vera ekki í kremjunni aftur í með hinum. Flugið var líka tveimur tímum styttra en flugið til S-Ameríku, þ.e. 11 tímar. Því miður þó, þrátt fyrir öll þægindin, gat hvorugt okkar sofnað um nóttina. Ég er alveg búin að komast að því að svefntöflur hafa engin áhrif á mig.

En allt gekk vel og við komum til Heatrow klukkan hálf átta um morguninn. Við skelltum farangrinum í geymslu og fórum inn í London að versla. Það var auðvitað rigning í London en við létum það ekki á okkur fá. Sævar fékk tvennar Diesel buxur og peysu, skó, Supertramp disk, Seinfeld og Simsons syrpur og Mission impossible 3 á Blue Ray. Ég fékk líka gallabuxur og Sævar gaf mér órtúlega flotta Karen Millen peysu. Þannig að þetta var velheppnuð verslunarferð. Skemmtileg leið til að eyða tíma í London.

Eftir þetta fórum við þreytt upp á flugvöll, enda ekki búin ad sofa neitt. Við þurftum að bíða í klukkutíma í vélinni sem okkur fannst ekki mjög skemmtilegt. Á þessum tímapunkti vorum við orðin mjög spennt að hitta foreldra okkar og komast heim.

Eitt það besta við ferðalög er að koma heim. Það var svo gott að hitta mömmu og pabba aftur!

Við komumst sem sagt heim áfallalaust og nú er allt að falla í eðlilegt horf eftir frábæra ferð. Ferðin er það magnaðasta sem ég hef nokkru sinni gert og skrítið að henni sé lokið. En nú byrjar bara skólinn á morgun og við höfum því ekki frá neinu fleiru að segja.

Sjáumst baraWink

Inga Rún


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim krúttin mín

Guðrún systir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:40

2 identicon

Velkomin heim

Það er búið að vera svo skemmtilegt að fylgjast með ferðum ykkur. Hvílíkt ævintýr og ekkert smáræði sem þið náðuð að sjá. Gangi ykkur allt í haginn

Anna frænka í Lundi

Anna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband