Nokkrir tímar í flug

Þá eru aðeins örfáir tímar þar til við höldum af stað til London. Á síðustu dögum höfum við haft nóg að gera. Inga útskrifaðist með glæsibrag úr MR (með þriðju hæstu einkunn) á föstudaginn og eftir það hófst undirbúningur ferðarinnar fyrir alvöru. Við höfum ekki skipulagt okkur neitt sérstaklega og ætlum að láta forvitnina ráða för að mestu leyti. Hins vegar eru nokkrar lykildagsetningar:

  • 3. júní - Flug frá Keflavík til London og þaðan til Sao Paulo í Brasilíu 
  • 2. júlí - Flug frá Buenos Aires í Argentínu yfir til Santiago í Chile
  • 10-15. ágúst - Ferð út í Galapagos eyjar frá Quito í Ekvador
  • 16. ágúst - Flug frá Quito til Rio de Janeiro með millilendingu í Panama
  • 22. ágúst - Flug frá Sao Paulo til London
  • 23. ágúst - Flug frá London til Keflavíkur 

Við segjum bara bless í bili og látum næst heyra í okkur af netkaffihúsi eða af hótelinu í Sao Paulo í Brasilíu, annað hvort á mánudaginn eða þriðjudaginn.

Þetta verður rosalegt! Vá, ég er að fara að sjá Magellanskýin, Omega Centauri og 47 Tucanae eftir örfáa daga!!!!!!! 

p.s. Ég minni svo á annað blogg sem ég er með ásamt Sverri og Kára, blogg Stjörnufræðivefsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtið ykkur æðislega vel elskurnar :) Látið í ykkur heyra og farið nú varlega. Engar skotárásir takk! ;)

Anna og Addi (Og Bjössi Magnús) (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:03

2 identicon

já skemmtið ykkur æðislega, úff hvað ég öfunda ykkur!!

reynið svo að koma eins sæt til baka og þið fóruð;);) heilræði dagsins frá Unu ;)

unabuna (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 15:53

3 identicon

Skemmtið ykkur æðislega vel:) 

sakna ykkar samt strax;/

-Karen 

Karen Ýr (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 21:24

4 identicon

Hæ yndislegu manneskjur. Ég sakna ykkar eiginlega strax. Bara afþví að ég get ekki hitt ykkur!ég vildi að ég hefði farið mér. En þar sem að ég á -137465930 þúsund þá var það ekki hægt. Hlakka til að heyra frá ykkur!

Silja Hlín (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband