Puerto Iguazu í Argentínu

Thá erum vid loksins komin yfir landamaerin til Argentínu. Vid erum stodd í Puerto Iguazu sem er notalegur baer med fullt af veitingastodum og húsin voda fín. Thad var long rod ad landamaerunum og vid thurftum ad bída í heitum leigubílnum í hátt í tvaer klukkustundir. Thad var samt alveg thess virdi thví vid fórum strax ad Iguazu fossunum hér Argentínumegin. Thessir fossar eru svo magnthrungnir ad thad verda allir ad skoda thá. Vid fórum ad Gargantua del Diablo (googlid "Devil´s Throat+Iguazu Falls"), Djoflahálsinum, thar sem áin fossar nidur í risastórt gljúfur med ótrúlegum krafti. Thá vorum vid eiginlega stodd í fossunum. Thid sjáid myndir thegar vid finnum Internetkaffihús í Buenos Aires.

Í gaerkvoldi fórum vid á fínt fjolskyldurekid gistihús hér í Puerto Iguazu thar sem nóttin kostadi adeins 860 krónur fyrir okkur baedi. Thar sem gisting var svo ódýr ákvádum vid ad kíkja á einn fínasta veitingastadinn í baenum og skelltum okkur á Aqva Restaurant. Thar fengum vid aedislegan mat. Ég (Saevar) pantadi mér ad sjálfsogdu Argentínska nautasteik og medlaeti og tvaer kókfloskur en Inga fékk sér ostafylltar kjúklingabringur og medlaeti og tvaer vatnsfloskur. Í eftirrétt fengum vid okkur sídan hrikalega flottan og gódan ís. Í heildina var maturinn af nákvaemlega sama standar og í Perlunni. En í stad thess ad borga 15000 kr eins og heima fyrir thetta, kostadi maturinn okkur innan vid 2000 kr... med ollu og frabaerri thjónustu! Vid vorum ekkert smá sátt med thad.

Nú rétt í thessu vorum vid ad kaupa 17 klukkustunda rútuferd til Buenos Aires. Vid vorum bara grand á thví og keyptum "cama" sem thýdir rúm og eru bestu saetin, nokkurs konar first class í rútum hérna. Vid munum sem sagt hafa thad mjog gott og ferdumst yfir nótt thannig ad Inga getur orugglega sofid og ég skodad stjornurnar á leidinni! Jibbí!!

Annars er ensku kunnáttan hér í Argentínu, eda eiginlega bara hinum megin Paranáárinnar, miklu betri en í Brasilíu. Nánast allir hér geta bjargad sér á ensku. Alls stadar eru svo indíánar ad selja útskorin dýr og hálsmen.

Vid látum naest vita af okkur í Buenos Aires en thar aetlum vid ad vera í viku eda tíu daga ádur en vid forum til Chile.

Hasta luego,

Saevar og Inga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá eruði að grínast með þessa fossa!!!! sjitt hvað þeir eru flottir!!

en dísus, 17 tímar í rútu, gangi ykkur vel hvernig er það annars..hvað tók flugið frá london langan tíma? og með hvaða flugfélagi var það?

bara að velta fyrir mér hvernig þetta verður að fljúga ein til afríku í 12 tíma

p.s. mig hungrar í myndir

unabuna (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:02

2 identicon

ég þakka líka ekkert smá fyrir að vera stúdent í stærðfræði..veit ekki hvernig ég færi að annars með þessa ruslpóstvörn;)

unabuna (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:03

3 identicon

ugh, ég sakna ykkar einum of mikið >.<
mig vantar líka nöldrið í sævari:O enginn er að nöldra í mér, pabbi reynir það enn það gengur ekki vel!
ps. Sævar mig vantar svo daglega knúsið frá þér.. enginn knúsar mig núna :&#39;(

-Karen 

Karen (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:34

4 identicon

Hola krakkar..alltaf gaman ad lesa fra ykkur pistlana...Tad verdur mikil upplifun fyrir ykkur ad ferdast i 17 tima í rútu  eg segi nú bara eins og unglingarnir OMG   gangi ykkur vel og njotid lífsins út í aesar...Valgerdur Sigurdardóttir var kjorin varaformadur framsóknarflokksins og 5 skemmtiferdarskip munu koma í hofn á  Húsavík í sumar  og svona ad lokum ad tá eru teir ad spá haegvidri um allt land hér á morgun 11.júní...kossar og knús frá Lækjarbergsmedlimum

Lækjarberg (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:03

5 identicon

Hæj elskurnar mínar! Gaman að heyra þessar sögur af ykkur og að allt gangi svona vel.. Ykkar er sárt saknað hér heima en maður lætur sig hafa það og bíður bara spenntur eftir að heyra allar sögur í smáatriðum þegar þið komið heim..

Passið ykkur eins og ég veit að þið gerið og Sævar vinsamlegast viltu passa hana Ingu mína eins og gullið þitt.. Því þú veist að ég á nickname á Ingu það er einmitt Inga Gullhjarta..

Elska ykkur dúllur.. Kiss kiss.. Kara

Kara Hergils (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:51

6 identicon

Elskurnar mínar!

Það er meiriháttar notalegt að geta fylgst svona með ykkur.

Nú erum við bara farin að anda rólega og treystum því að þið kunnið fótum ykkar forráð.

Við erum búin að vera í garðinum í mestallan dag. Einar Máni hefur verið að hjálpa okkur við að setja mold í beðin og snurfusa.

Vonandi heldur þetta sældarlíf ykkar áfram á sömu braut.

Bestu kveðjur,

mamma og pabbi í Mosó

ps. ég segi nú eins og Una, eins gott að hafa stúdentspróf til að komast í gegnum ruslpóstvörnina!!!

Helga og Helgi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:25

7 identicon

Una, vid flugum med British Airways til Sao Paulo i 13 klukkustundir. Thad var mjog fìnt og leid frekar hratt. Reyndu bara ad vera threytt thegar thu flygur thvi tha er moguleiki a ad sofa i velinni sem breytir miklu. Vid gerdum thad einmitt i rutuferdinni i gaer.

Karen, eg skal knusa thig strax og eg kem heim og rofla lika i ther. Er Arnar ekkert ad knusa thig eda pabbi?

Er thessi Valgerdur Sigurdardottir ny vonarstjarna framsoknarflokksins? Eg kannast nefnilega bara vid Valgerdi Sverrisdottur. Hvad er framsoknarflokkurinn annars?

Kara, eg passa hana Ingu okkar eins og gullid mitt, engar ahyggjur. Hun er aedisleg.

Sakna ykkar allra lika. Vid synum ykkur svo myndir thegar vid komum heim.

Saevar (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband