Tjillad í Buenos Aires

Í dag tókum vid lífinu rólega. Vid skridum út úr hótelinu um hádegi og gengum af stad inn í midbaeinn, ad Av. 9. Julio thar sem hid heimsfraega leikhús Teatro Colon er stadsett. Vid hofdum lesid í Lonely Planet bókinni (og Biggi vinur minn maelti líka med) ad thad vaeri gaman ad skoda thetta leikhús thar sem thad er víst stórglaesilegt. Thegar vid maettum á stadinn var húsid lokad og enginn séns á ad fá leidsogn um húsid. Thad var nefnilega í vidgerd. Vid fórum thví frekar svekkt thadan. Á thessari sídu sjáid thid af hverju vid misstum.

Thad sama var uppi á teningnum í (Sjitt, thad var einhver gaur med tourette heilkennid á háu stigi ad setjast vid tolvuna hér vid hlidina á mér, hann er pínu fyndinn) vid enska turninn (man ekkert hvernig á ad skrifa thad á spaensku) en thar átti madur víst ad geta horft yfir borgina, nokkud sem er áreidanlega mjog tilkomumikid.

Eftir thetta ákvádum vid bara ad setjast inn á kaffihús, fá okkur smávegis ad borda og lesa í bókunum okkar. Talandi um baekur, thad er lífsins ómogulegt ad fá baekur á ensku í thessu landi. Engin bókabúd selur enskar baekur í neinu magni. Ég sé talsvert eftir thví ad hafa ekki keypt baekur í London.

Sem sagt, frekar vidburdarlítill dagur hjá okkur ad thessu sinni, en thad er svo sem allt í lagi líka ad slaka á og hafa thad gott. Á morgun hofum vid hugsad okkur ad heimsaekja dýragardinn hér í borg, grof Evu Perón og kíkja í fátaekrahverfid Boca. Í gaer áttust einmitt vid hverfislidid Boca Juniors (sem Maradona spiladi einu sinni med) og brasilíska lidid Gremio. Boca vann 3:0. FH vann svo KR ádan svo ég er bara sáttur vid lífid og tilveruna thessa stundina. Nema hvad thessar drasltolvur hérna eru ekki med USB tengi en hafa samt Windows 98. Af hverju eru engin netkaffihús fyrir Apple notendur.

Vá hvad ég sakna tolvunnar minnar!

Adios amigos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ yndi!

Gott að þið slakið á inn á milli:) Vildi endalaust mikið vera að upplifa þetta með ykkur en það verður bara næst. En í sambandi við þessa Sunnu hjá aftureldingu þá er hún bara að kynna vildarkort Aftureldingar þannig að þetta er ekkert mikilvægt.

1000 k&k, Guðrún

Guðrún systir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:49

2 identicon

ok vó - þið eruð í annarri heimsálfu - milljón klukkutíma fjarlægð og þið vissuð á undan mér hvernig leikurinn milli FH og KR fór!! og ég bý í 50 metra fjarlægð frá vellinum!! hafiði ekkert betra að gera þarna?!

neinei..segi nú bara svona - haldið áfram að lifa lífinu

kveðja úr Granaskjólinu  (bakgarður KR sem er að kúka á sig)

una (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband