15.6.2007 | 23:58
Vid grof Evu Perón
Í dag heimsóttum vid kirkjugardinn fraega hér í Buenos Aires. Vid komuna í gardinn maettum vid konu sem kynnti gardinn sem eitthvad stórkostlega frábaert og skemmtilegt, líkt og um skemmtigard vaeri ad raeda. Henni tókst thó ad selja okkur kort af gardinum.
Gardurinn sjálfur er í raun og veru risastórt grafhýsi. Thad er ótrúlegt hvad sum theirra eru stór og íburdarmikil og vel haldid vid á medan onnur eru nánast ad hruni komin. Í grafhýsunum er horft í gegnum glugga og líkkisturnar blasa vid. Frekar óhugnalegt. Vid komumst ad theirri nidurstodu ad vid viljum ekki enda á thennan hátt.
Grafhýsi Evu Perón var tiltolulega lítid og falid inni í hálfgerdri hlidargotu í gardinum. Kistan hennar var ein af nokkrum thar inni en fjolskyldan hennar er thar líka.
Í gardinum var okkur svo kalt ad vid ákvádum fljótt ad kíkja inn í verslunarhúsnaedi sem er vid hlidina á gardinum. Thar var stórt bíó sem sýndi Shrek 3 med ensku tali (allt hér er talsett) og vid kíktum í bíó. Myndin var fín.
Thad er ótrúlegt hvad tískan hérna er nákvaemlega eins og heima. Hér er fullt af fínum búdum og midad vid fataúrvalid thá gaeti thetta allt eins verid á Íslandi. Annad athyglisvert vid Buenos Aires er ótrúlegur fjoldi lyfjaverslana. Thaer eru nánast á hverju gotuhorni og thannig var thad líka í Brasilíu. Goturnar hér eru risastórar og flestar einstefnugotur. Madur er bara hálf sáttur vid midbaeinn heima thví thad er ekkert mál ad keyra thar midad vid her. Inga segist aldrei hafa komid til borgar thar sem allar konurnar eru svona saetar og vel til hafdar. Gaman af thví.
Jaeja, thad er kominn tími til ad fara ad fá sér eitthvad gott ad borda.
Kvedjur, Saevar og Inga
Athugasemdir
Sælir
Ég skil ekki afhverju þú finnur ekki eitthvað almennilegt netkaffi, við vorum alltaf í svaka tölvum og allt í orden. Það er náttla nóg af þessum netpleisum, þannig að það er bara að leita. Svo mæli ég með því að þið kaupið ykkur ís, lang besti ís í heiminu er þarna. Klárlega er Quilmes besti bjórinn líka, algjör synd að hann sé ekki í boði hér heima. Annars er mjög gaman að geta lesið um ferðina ykkar hér á síðunni, verst hvað maður er bara ótrúlega öfundsjúkur. En ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið mér bara línu. Ég fæ aldrei leið á því að tala um mitt heimaland.
Kv Biggi Jó
Biggi Jó (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 00:51
Sælir... kallinn með smá infó.
Hérna er ein mjög góða bókabúð þar sem þú ættir að geta keypt eitthvað af góðum bókum. Við kíktum í hana og fundum nokkrar íslenskar bækur(reyndar á spænsku/ensku) þannig að þú hlýtur að geta fundið einhverjar fínar bækur á ensku.
http://community.iexplore.com/planning/journalEntryActivity.asp?journalID=52009&entryID=52916&n=El+Ateneo+Bookstore hérna er linkur á síðuna og búðin er staðsett á Avenida Santa Fe 1860. Þess má geta að búðin er ótrúlega flott, virkar meira sem eitthvað safn frekar en bókabúð. En ég er hættur að comment, hefði frekar átt að senda e-mail en fokkit ;)
Kv Biggi
Biggi Jó (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:02
http://baires.elsur.org/archives/walrus-books/ Sorry ein bóka búð í viðbót. Þessi selur bara enskar bækur.
Kv Biggi
Biggi Jó (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:25
Hæhæ. Er að vinna. mjööög mikið fjör...hmm...
Hvað er málið með að hafa ekki mosurnar sem bloggvini? :)
En það er gott að vita að þið skemmtið ykkur og allt gengur vel.
Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið tilbaka. Verið dugleg að taka myndir í ferðinni til að sýna Silju frænku :)
Bæ bæ
Silja Hlín (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 10:55
Já maður! vá takið myndir eins og þið eigið lífið að leysa!!! ég er svo jellös! ;P
Stella (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:44
Gaman að þessum fréttapóstum ykkar.
Kveðja, amma og afi í Kríuásnum
Amma og afi í Kriuasi (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.