Cerro Tololo og Isla Damas

Skommu eftir ad vid skrifudum sídustu faerslu tókum vid eftir thví ad fólk hafdi safnast saman vid adalgotuna hér í La Serena. Vid vissum audvitad ekkert hvad var í gangi og spurdumst thví fyrir. Í ljós kom ad fólk beid eftir "the gays", thad er Gay Pride skrúdgangan var ad hefjast. Vid ákvádum ad sjálfsogdu ad fylgjast med. Thegar gangan var hafin sáum vid thessar svakaskvísur roltandi fáklaeddar upp gotuna. Skvísurnar reyndust vid nánari eftirgrennslan vera karlmenn í g-streng. Inga ofundadi thá mikid af rassinum.

Daginn eftir, á laugardaginn, fórum vid upp á Cerro Tololo thar sem nokkrar stjornustodvar eru. Fjallid er ríflega 2400 metra hátt og útsýnid thar yfir Andesfjollin og dalina í kring er stórkostlegt! Útsýnid eitt og sér er alveg thess virdi ad fara upp á thetta fjall. Vid fengum nokkurs konar sértúr um sjónaukana thví vid vorum thau einu sem toludum ensku en ekki spaensku og svo borgadi sig líka ad aetla sér ad laera thessi fraedi. Ég aetla ad segja meira frá thessu í naesta fréttabréfi Stjornuskodunarfélagsins. Myndir koma vid naesta taekifaeri.

Um kvoldid fórum vid svo út ad borda á stadinn Daniela I y II sem Lonely Planet maelti med og átti ad vera med ekta Chileskan mat. Thar fengum vid líklega versta matinn sem vid hofum fengid í Sudur-Ameríku. Inga fékk vidbjódslegustu sjávarréttasúpu sem ég hef nokkru sinni séd. Lyktin minnti á rotnandi fisk og bitarnir í henni voru gúmmíkenndir. Mjog ógedslegt. Ég fékk mér einhverja ógedslegustu steik sem ég hef fengid. Thad var ekki einu sinni haegt ad skera kjotid sem var einhvers stadar falid undir thykkri rasphúd. Ojj. Kartoflumúsin med kjotinu var bragdlaus pakkakartoflumús. Mamma ég sakna kartoflumúsarinnar thinnar. Vid fordudum okkur mjog hratt út af thessum ógedslega stad og hrodudum okkur í Súpermarkadinn thar sem vid keyptum okkur jógúrt. Vid bordudum thar heitan mat kvoldid ádur sem var miklu betri, thrátt fyrir ad thad vaeri svona lágklassa motuneytismatur. Chileskur matur er ekki alveg okkar thótt hann sé ágaetur ad morgu leyti. 

Í dag voknudum vid svo snemma til thess ad heimsaekja Isla Damas eda Domueyju sem er nordan vid La Serena. Morgunmaturinn á hótelinu er snilld svo vid fognudum honum í morgun eftir skelfingu gaerkvoldsins. Vid Isla Damas er ad finna fullt af saeljónum, hofrungum, morgaesum, pelíkonum og fleiri skemmtilegum fuglum. Ég nádi fullt af fínum myndu af thessum dýrum. Okkur thótti saeljónin ansi skemmtileg og morgaesirnar voda saetar roltandi upp brattar hlídar eyjanna. Thad kom okkur mjog á óvart hvad saeljónin og morgaesirnar gátu audveldlega klifrad upp mjog bratta og sleipa kletta; kletta sem vid sjálf hefdum varla treyst okkur til ad klífa. Á leidinni heim lenti Inga á eins og hálfs klukkutíma spaensku spjalli vid eitt parid og var úrvinda eftir á.

Á morgun holdum vid áfram nordur og liggur leidin til Copiapo. Thar aetlum vid ad stoppa stutt vid og kíkja vonandi í thjódgard sem er í yfir 4000 metra haed, ef thad er haegt. 

Gudrún, innilega til hamingju med afmaelid thitt! Ertu ekki tvítug? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hćj!! öfunda ykkur svo mikiđ!! en er eila bara glöđ samt !

Gay-Pride segiđi... ;) Gaman ađ sjá ţađ mar!

Hvenar komiđiđ heim?

Inga, viđ söknum ţín svo mikiđ! Hefđi veriđ svooo gaman ađ hafa ţig hjá okkur í gćr! Vantađi flipparann og crazy hláturinn!! svo sáum viđ konu í TV-inu um daginn vera ađ dansa ALVEG EINS OG ŢU!! ehehe!!

Elska ţig! Njóttu ţess í botn ađ vera ţarna úti og skođađu eins og ţú hefur aldrei skođađ áđur! .....what..... hihihi ;*

Ásta Margrét (IP-tala skráđ) 2.7.2007 kl. 10:57

2 identicon

Hae hae, vid erum a hotelinu okkar i tolo, grikklandi. Ferdin hingad var vaegast sagt skrautleg, vid ferdudumst med rellu, og helmingurinn af farangrinum tyndist. En allt er aedislegt nuna, thetta er frabaer stadur. Vid erum ad leigja internet af hotelinu okkar og skoda hvad er i frettum. Gaman ad heyra svona fra ykkur, leidinlegt samt med matinn

Nuna i kvold erum vid ad fa okkur godan mat og aetlum ad fara ut i kvold og skemmta okkur otrulega vel.

Godar kvedjur fra Grikklandi
Anna og Arnar

ps. vid erum ordin algjorir blokkumenn :P

Anna og Arnar (IP-tala skráđ) 2.7.2007 kl. 15:35

3 identicon

Ásta, vid komum heim 23. ágúst. Vid hlokkum audvitad til ad hitta ykkur allar.

Arnar og Anna, gaman ad heyra frá ykkur. Njótid thess líka ad vera úti í Grikklandi í hitabylgjunni thar.

Saevar og Inga (IP-tala skráđ) 2.7.2007 kl. 22:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband