2.7.2007 | 23:05
Keyrsla
Vid breyttum planinu okkar og ákvádum ad fara beint til San Pedro de Atacama. Vid logdum af stad frá La Serena kl. 12:45 og keyrdum í 5 klst. Núna erum vid í stoppi í Copiapó til kl. 11:15 í kvold og holdum tá áfram med naeturrútu til Calama og komum tangad kl. 9:30 í fyrramálid. Tetta sparar a.m.k. gistingu, verst bara ad vid fengum ekki saeti saman en tad reddast vonandi. Vid holdum svo áfram til San Pedro kl. 10:15 og verdum komin tangad vonandi um 12. Tad er sem sagt svaka ferdalag framundan en ad tví loknu verdum vid komin mun nordar og tví líklega í skemmtilegra loftslag. Í kringum San Pedro er líka ótrúlega mikid ad sjá svo vid verdum kjur tar í e-n tíma.
Tangad til naest
Inga
Athugasemdir
Ohh, ég hata þessi reikningsdæmi á síðunni...Oh Well.
Ég sakna ykkar líka! Sunna og Hvati eru komin heim og eru búin að segja okkur frá ferðinni þeirra. Ég er búibn að baka mig í sólbaði síðustu tvær vikur, enda er veðrið búið að vera frábært! Vonandi skemmtið þið ykkur vel. Hlakka ekkert smá til þess að hitta ykkur. Hvenær komið þið heim?
Kv. Silja litla
Silja Hlín (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 01:28
Hæ þið 2
Púffff, ég er bara búin að sitja við og vinna upp tveggja vikna færslur... það verður seint sagt að þið séuð löt við að setja inn nýjar færslur. Þið megið samt ekki misskilja mig, þetta er mjög skemmtileg lesning. Frábært hvað þið hafið það gott og innilega til hamingju með mánuðina 8... nokkuð gott bara og bara ca. 80 ár eftir. Ég var frekar spæld að sjá að síminn þínn væri dáinn því ég sendi samviskusamlega á þig sms á meðan ég lá á sundlaugabakkanum með cokteil í hönd, en ég fór aðeins einu sinni á netið á meðan ég var þarna og þá var klukkan tvö um nótt og ég var rétt sest við þegar þeir slökktu á öllum tölvunum þar sem klukkan var svo margt. Heyrðu og að lokum, takk fyrir afmæliskveðjuna... skrítið hvað maður verður bara fallegri og fallegri.
1000 kossar á ykkur og nú verð ég sko hérna öllum stundum.
Guðrún uppáhaldssystir (múhahahaha) (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.