28.6.2007 | 19:58
La Serena
Sídustu dagar hafa verid fremur rólegir hjá okkur thví vid bídum eftir thví ad komast upp á Cerro Tololo til ad skoda stjornustodvarnar thar. Í dag fórum vid nidur ad strondinni og horfdum á Kyrrahafid. Voda rómantískt. Vedrid hefur verid fínt, sól og blída en strondin var frekar kold.
Hótelid okkar er frábaert og morgunmaturinn aedislegur. Thid getid séd hvar vid gistum hér (http://www.punto.de/en_index.html). Eigendurnir eru thýsk hjón sem eru frábaer og ótrúlega hjálpsom. Á hótelinu hittum vid Chuck, bandarískan strák sem er ad laera logfraedi og var mjog skemmtilegur. Vid fórum med honum í stjornuskodunina og hofum spjallad mikid vid hann.
Ég var ad hlada inn nýjum myndum á nýja myndasídu thar sem ég get vonandi sett meira magn af myndum. Slódin er:
(Heh, rétt í thessu vard jardskjálfi hér í Chile, skammt nordan Valparaíso sem er sunnan vid okkur. Enginn risaskjálfti svo sem en thetta minnti mig óneitanlega á gamla góda Ísland. Hann var 5,6 á Richter.)
Á thridjudagskvoldid fórum vid í stjornuskodun í Observatorio Mamalluca sem er í um 1500 metra haed í Andesfjollunum, fyrstu stjornuskodunina hér í Sudur-Ameríku. Ég var thví ekkert lítid spenntur thrátt fyrir ad tunglid vaeri nastum fullt og stjornuhiminninn nyti sýn ekki fullkomlega. Himinninn var engu ad sídur glaesilegur en ég vard fyrir pínu vonbrigdum. Ástaedan er sú ad thessi stjornuskodun var midud ad algjorum byrjendum sem hafa aldrei kíkt í gegnum sjónauka. Vid sáum thar af leidandi adallega tunglid og Júpíter. Júpíter var risastór vonbridgi í gegnum thennan 12" Meade sjónauka thví hann var allur thokukenndur. Ekkert sást annad en Galíleótunglin og tvo skýjabelti. Sama hvad ég reyndi ad fókusa vard myndin var ekki gód. Ég hef séd Júpíter morgum sinnum betur í mínum sjónauka.
Thad sem gladdi mest mitt auga var lausthyrpingin NGC 3235 og kúluthyrpingin Omega Centauri. Omega Centauri er flottasta kúluthyrping sem ég hef séd. Sá djúpfyrirbaerin í gegnum 12" Orion Dobson-sjónauka sem er mjog gódur. Thetta voru einu djúpfyrirbaerin sem vid sáum thetta kvold og thví var heimsóknin í Mamalluca dálítil vonbrigdi. Ég á samt eftir ad fara í alvoru stjornuskodun í San Pedro de Atacama hér í Chile med alvoru sjónaukum og alvoru augnglerjum.
Ég hlakka svooooo til!
Athugasemdir
Haha !! Inga varstu klædd í plastpoka??
Hildur k. (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 15:08
mér sýndist reyndar sævar líka vera í plastpoka..bara aðeins eðlilegri á lit
glæsilegar myndir huns
una (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 16:21
Elskurnar!
Vid fylgjumst alltaf med ykkur.
Vid erum a leid til Feneyja a morgun. ad thvi loknu hefst vikudvol okkar vid Gardavatn. Algjor afsloppun, eda thannig!!
Hafid thad alltaf sem best.
Mamma og Pabbi i Verona a Italiu.
Helga (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.