Salar de Atacama

Stjornuskodunin var frábaer! Vid laerdum fullt af nýjum stjornumerkjum og sáum morg mjog falleg fyrirbaeri. Thad sem stód upp úr var kúluthyrpingin Omega Centauri, Eta Carina thokan, kúluthyrpingin 47 Tucanae og Centaurus A. Vid sáum Litla-Magellanskýid í fyrsta skipti en Stóra-Magellanskýid var of lágt á lofti ad thessu sinni. Vid munum samt sjá thad í ferdinni.

Í gaer fórum vid í ferd ad Saltsléttunni í Atacama med vidkomu í litlum bae sem heitir Toconao. Thar kíktum vid á ýmsar steintegundir sem finnast í fjollunum hér og gáfum lamadýri ad borda. Nú hofum vid sem sagt baedi gefid theim ad borda og bordad thau. Í thessum bae fórum vid inn á heimili fólks og sáum hvernig thad býr. Mjog sérstakt og gaman ad sjá. Mjog ólíkt thví sem vid eigum ad venjast.

Saltsléttan var aedisleg, ótrúlega flott. Í midri sléttunni er vatn sem heitir Laguna Chaxa og thar dvelur fjoldi bleikra Flamingófugla. Vid sáum thrjár tegundir af theim fimm sem til eru í heiminum. Litadýrdin vid sólsetur á saltsléttunni var mjog falleg.  Á eftir forum vid í ferd um Valle de la Luna og Valle de la Muerte (Tungldalinn og Daudadalinn) og sjá sólsetrid thar sem á víst ad vera stórfenglegt.

Í sídustu faerslu gleymdum vid ad segja frá bandarískum hjónum sem vid hittum tvisvar í La Serena, aftur í Copíapó og svo aftur hér í San Pedro. Skemmtileg tilviljun. Í Copíapó settumst vid nidur med theim, fengum okkur thjódardrykkinn Pisco og spjolludum. Thau eru frá Seattle og eru á eftirlaunum núna en eru búin ad ferdast um allan heim frá thví thau voru 45 ára. Ferdalogin theirra eru akkúrat thad sem okkur hefur dreymt um. Allir sem vid hittum maela med thví ad vid heimsaekjum Asíu, sérstaklega Kína og Fijí. Okkur hefur thótt frekar ódýrt ad lifa hér en theim finnst Sudur-Ameríka frekar dýr eftir ad hafa verid í Asíu.

Og thad sem meira er, allir eru rosaspenntir fyrir Íslandi. Vid hittum austurríska stelpu sem er mikill addándi Sigur Rósar og langar mjog mikid ad heimsaekja Ísland thegar hún klárar lyfjafraedinám. Vinkona hennar heldur úti einhverri vefsídu thar sem haegt er ad laera íslenska frasa og ýmislegt um Ísland. Vid aetlum med henni í Tungldalinn á eftir.

Ad lokum, vid erum búin ad skrá okkur í ferd um Uyuni saltsléttuna í Bólivíu thann 11. júlí. Thad verdur 3 daga ferd og verdum vid skilin eftir í thorpinu Uyuni  thadan sem vid get um haldid áfram for okkar.

Ástarkvedjur,
Saevar og Inga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband