Skrítinn hjólreidartúr og stjornuskodun

Nú erum vid, thá adallega ég, búinn ad fara í stjornuskodun tvaer naetur í rod. Adfaranótt thridjudags fórum vid med fólki klukkan 19:00 í stjornuskodun hjá Alain. Ég fékk thann heidur ad adstoda hann vid stjornuskodunartúrinn og eftir thad fékk ég ad leika mér med graejurnar hans eins og ég vildi fram eftir nóttu. Alain sýndi okkur helling af fyrirbaerum og var ég eins og krakki í nammilandi. Vá, hvad thetta var aedislegt! Thegar Alain sá ad Inga var alveg ad deyja úr kulda og threytu bjó hann um hana í gestaherberginu heima hjá theim. Thá voru enn thá alveg thrír tímar thangad til ad ég var búinn en vid fórum loksins heim klukkan 05:00 um morguninn. Og Alain skutladi okkur! Ekkert smávegis almennilegur. Ég thurfti ekki einu sinni ad borga honum krónu fyrir eitt eda neitt.

Rétt ádur en vid fórum heim sá ég ad Nautid var ad koma upp. Regnstirnid beindist upp en ekki nidur eda til hlidar eins og heima og Sjostirnid var á hvolfi. Óríon lá á hlidinni og vísadi Sverdthokan upp! Mjog furdulegt en gladdi mitt litla stjornuhjarta óendanlega.

Daginn eftir vorum vid rosadugleg og leigdum okkur hjól. Vid aetludum ad hjóla ad Laguna Cejar med vidkomu hjá Alain. Eitthvad hofdum vid misskilid fjarlaegdirnar og thegar vid vorum búin ad hjóla í rúmar tvaer klukkustundir hittum vid fyrir manninn sem vinnur vid vatnid. Hann var thá á heimleid enda farid ad styttast í sólsetur. Hann sagdi okkur ad snúa vid sem fyrst annars kaemumst vid aldrei ad veginum aftur thví audvelt vaeri ad týnast í myrkrinu. Vid vorum svo heppin ad thegar vid aetludum ad snúa vid sáum vid fjolskyldu á pallbíl koma akandi á móti okkur. Vid stodvudum hann og spurdum hvort vid gaetum fengid far. Thau keyrdu okkur og hjólin til baka til San Pedro. Vid sátum á pallinum og fengum allt eydimerkurrykid yfir okkur. Vid vorum ordin frekar dokkbrún á litin thegar vid komum til baka, baedi ad drepast í rassinum eftir hjólahnakkinn og ekki búin ad sjá vatnid. Eftir á var thetta lítid aevintýri sem haegt er ad hlaeja ad. Fólkid í San Pedro stardi á okkur thar sem vid gengum ad hótelinu enda drulluskítug. Verst ad oll fotin okkar eru í thvottahúsinu og thví gátum vid ekki skipt um fot en reyndum ad dusta af okkur eins og vid gátum.

Um kvoldid fór ég sídan aftur í stjornuskodun frá 19:00 til 00:00. Ég nýtti thad kvold til thess ad taka myndir af himninum. Thad aetla ég ad gera aftur í kvold! Jibbí, ógedslega gaman hjá mér!!!

Eldsnemma í fyrramálid, klukkan 8, hefjum vid thriggja daga ferd um Uyuni saltsléttuna í Bólivíu. Vid munum thví ekki blogga neitt í einhverja daga. Vid munum ferdast upp í taeplega 5000 metra haed og erum búin ad kaupa lyf gegn haedarveiki en aetlum einnig ad fá okkur kókalauf. Vid verdum thví frekar "high" naestu daga.

Adios
Saevar og Inga

p.s Thad eru komnar fleiri myndir inn á myndasíduna.

  • http://public.fotki.com/saevarhelgi/ferdalag-um-sudur-amerku/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sævar, er þessi ferð svona hrikalega leiðinleg eða ertu bara svona svakalegur fýlupúki? Þú ert nefnilega alltaf í fýlu á öllum myndum! Aumingja Inga.. Þú veist að maður fær ekki allt það sem maður vill, það segir þú alltaf við mig! Ól hún móðir okkar ekki þig betur upp, hvurslags er þetta!
Karen.

Karen Ýr (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:09

2 identicon

Sæll frændi, skemmtileg lesning. Greinilega klassaferð. Ætlaði bara að kasta kveðju á drenginn.

 kv, Teddi Ponza

 p.s. hlustaðu á systur þína.....mikil spakmæli, mikil

Teddi frændi (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:58

3 identicon

Jahérna... og mér sem fannst þú svo sætur á myndunum.  Best að skoða þær aftur og tékka á þessu máli.

Knúsaðu Ingu frá mér!

Guðrún (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 21:09

4 identicon

Ég er bara ad thykjast vera í fýlu stundum.

Saevar (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:53

5 identicon

Þetta var nú bara smá djók:) ég er bara reyna segja þér að ég sakna svo að geta ekki heyrt þig nöldra elsku besti bróðir minn
Það er búið að nefna stelpuna hans Sverris, Maríanna Ósk. Hún er einum of sæt! plús ég var sú fyrsta til að passa hana ^__^
ég elska þig ;*
-Karen&family.

Karen Ýr (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband