31.7.2007 | 22:06
Qosqo
Hae vinir og vandamenn heima. Tid fáid aftur ad heyra í mér tar sem Saevar hefur mun meira ad gera á netinu en ég.
Vid erum ordin svo von tvi ad turfa ad vakna klukkan fjogur-fimm á morgnana ad í dag tegar vid aetludum ad sofa fram eftir vorum vid baedi gladvoknud upp úr sjo. Tad er orugglega best fyrir okkur ad halda tessu svona tar sem vid erum nú fimm tímum á eftir ykkur.
Planid okkar fyrir daginn var ad sjá Saqsaywaman, sem er borid fram Sexy woman, audvelt ad muna. Til tess ad komast tangad tarf ad labba upp brekku í ca. korter og tegar vid komumst loks upp, mód og másandi, komumst vid ekki inn á svaedid án tess ad kaupa 10 daga túristamida. Midinn kostadi okkur 1400 kr. medan heimamenn rolta um gjaldlaust. Svo ég vitni ordrétt í Saevar: Tad er verid ad naudga túristum svo illilega hérna ad mér er bara ordid illt í rassinum. Vid létum okkur hafa tad enda Saqsaywaman víst spennandi stadur. Tad er bara verst ad eftir ad skoda Machu Picchu verdur allt annad frekar ómerkilegt. Sexy woman er mikill sogustadur. Stadurinn var virki og tarna var líka Inti Raymi hátídin haldin á tímum Inkanna (ég tekki hana svo sem ekki) en núna er tad tilkomumesta tarna trefaldur zikzak veggur sem eiga ad vera eins og tennur í Púmu, tví Inkarnir sáu Qosqo í laginu eins og Púma.
Í Saqsaywaman gerdu Spánverjarnir orvaentingarfulla lokaárás á Inkana sem voru undir forystu Monco Inka. Spánverjarnir nádu ad hrekja Inkana burt og berja tannig nidur uppreisn teirra. Eftir lágu víst margir í valnum og voru teir étnir ad kondórum og tví eru átta kondórar í skjaldarmerki Qosqo. Landnemarnir rifu sídan nidur veggi Saqsaywaman og nýttu steinana í hús sín. Tetta er virkilega sorglegt allt saman. En veggirnir sem eftir standa eru mjog traustir enda sumir steinarnir yfir 300 tonn.
Auk tess eru mjog skemmtilegar jardmyndanir á svaedinu. Tad er eins og jokull hafi farid yfir brekkuna tarna og skilid eftir sig jokulrákir.
Eftir tessa heimsókn ákvádum vid ad reyna ad nýta okkur túristamidann og traeddum svoleidis sofnin en fengum alltaf sama svarid: Tessi midi gildir ekki hér. (Hann gildir víst adallega fyrir utan baeinn, svekkjandi fyrir okkur.) Vid komumst tó á Museo Municipal del Arte Contemoráneo, sem var fínt og á Museo de Arte Popular, sem var svona frekar skrítid, nema Saevar var hló mikid ad mynd tar sem var verid ad flengja Jesús, enda hardur trúleysingi. Tetta var nú alveg pínu fyndin mynd tar sem Jesú virtist ekki hafa neitt á móti tessari útreid.
Vid fljúgum svo í fyrramálid til Lima og verdum tar med komin nidur ad sjó. Bakpokarnir okkar eru búnir ad tyngjast um helming med hlýrra loftslagi, tar sem vid erum ekki lengur í ollum tessum fotum. Vid erum líka komin med svona líka fínan lit á andlitid og handarbokin, tví midur erum vid alveg jafn hvít annars stadar á líkamanum.
Bestu kvedjur, Inga (og Saevar bidur líka ad heilsa. Hann er mjog upptekinn tessa dagana vid ad safna upplýsingum og skrifa greinina sína í fréttabréf stjornuskodunarfélagsins. Greinin er um stjornuskodun í S-Ameríku og verdur eflaust mjog gód)
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.