8.7.2007 | 18:11
Valle de la Luna
Ferdin í Valle de la Luna var ágaet. Umhverfid var mjog glaesilegt og skrýtid til thess ad hugsa ad thetta hafi eitt sinn verid undir soltum sjó. Thví midur var frekar skýjad vid sólsetur og thess vegna vard thetta ekki eins magnad og thad átti ad vera. Nátturan minnti mig fremur á Mars heldur en tunglid, vegna thess ad bergid var rautt og sandurinn á koflum dokkur og raudur. Ég hef ekki enn séd eitthvad thví um líkt á tunglinu.
Annars er frekar lítid ad gerast hjá okkur thessa dagana. Vedrid hér í San Pedro er ekki ad heilla mig. Thad er alveg hlýtt og gott í sjálfu sér en thykk skýjaslaeda kemur í veg fyrir ad ég komist í stjornuskodun. Hér eiga ad vera ad medaltali 330 heidskýrir dagar á ári. Vid erum thegar búin ad upplifa 12% af skýjudu dogunum sem eftir eru. Ég er thví frekar pirradur á thessu. Kvoldunum sem ég aetladi ad nýta í stjornuskodun fer thví faekkandi.
Nú er bara ad vona ad thad létti til.
Athugasemdir
Vá! Gaman að lesa um ferðlagið ykkar. Þetta rifjar upp ánægjulegar minningar frá San Pedro og Uyuni. Leiðin þarna á milli er líka æðisleg. Við Ósk biðjum að heilsa suðureftir!
Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 21:16
hæ sæta,sakna þín rosalega!!!!ástarkveðja knús og kossar hildur já og þín líka Sævar hehehe
hildur j (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 18:44
Sæl bæði tvö.
Við mamma erum komin heim. Gott að heyra að allt gangi vel. Gleymið ekki að slappa aðeins af öðru hvoru, njótið lífsins sem best.
Pabbi í Mos.
Helgi (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 20:50
Hildur, ótrúlega fyndid en ég sat ádan úti og las og tá gekk fram hjá mér stelpa alveg eins og tú. Hildur bara maett á svaedid. Og ég sakna ykkar líka.
Inga (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.