Potosi i vonandi seinasta skipti

Jaeja ta erum vid buin ad vera fost herna i fjora daga en komumst sennilega burt seinna i dag. Tad eru buin ad vera verkfoll og lokadir vegir um alla Boliviu en nuna er tetta allt ad leysast nema utan um Potosi, sudur og vestur. Eg var ad lesa bladid adan og tar voru myndir ad u.t.b. 100 turistum sem lobbudu bara i gegnum vegtalmana i gaer. Tar sem tad eru fleiri en einn vegtalmi turfti tad ad labba 32 km. Meiri hetjurnar! Tetta er samt allt fridamlegt svo engin haetta er a ferdum. Tad eina sem ma ekki gera er ad labba tetta ad nottu til. Vid erum buin ad hafa samband vid leigubilafyrirtaeki sem er i dag ad hjalpa folki ad komast til Sucre, tad eru vist betri adstaedur i dag tvi stjornvold eru ad semja vid hofsama namuverkamenn svo adeins teir rottaekari og haskolastudentar eru eftir. Vid vitum ekki hversu lengi teir halda tetta ut svo vid aetlum ad nyta taekifaerid a medan samningavidraedurnar vid hina eru i gangi. Tetta er nu meira aevintyrid. Og eg aetla ad itreka vid ykkur ad tetta er ekkert haettulegt tvi teir hafa eingan ahuga a turistum. Ef tetta tekst ekki mun leigubillinn taka okkur aftur til Potosi. Nuna erum vid tvi bara ad bida til kl. 2 tegar leigubillinn saekir okkur.

Tratt fyrir ad tad se hundleidinlegt ad hanga herna ta er samt alveg gaman ad sja hvernig tetta gerist allt lika. Ludrasveit verkalydsins spilar daglega og tetta er an grins versta ludrasveit sem eg hef nokkru sinni heyrt i, hljodfaerin folsk og hljomsveitarmedlimir yfirleitt ekki a sama stad i laginu. Auk tess keyra her um bilar med kallkerfi a takinu og folk safnast saman i hopa ad tala um astandid og tagna tegar madur labbar framhja. Fyndid allt saman , ekki fer eg ad kaera tau til loggunnar.

En herna er samt allt saman fridsaelt og gott. Engin atok.

Hollenska parid akvad ad stefna til Argentinu i stadinn fyrir La Paz sem tydir ad tau turfa ad labba yfir landamaerin en tau hafa adeins tvaer vikur tangad til tau fljuga heim fra Santiago tannig ad tau mega ekki vid tvi ad lenda i odru verkfalli. Vid hinsvegar erum buin ad akveda ad sleppa ferdinni til Torotoro og sporum tannig 4 daga svo timinn er ekki eins mikilvaegur fyrr okkur. Auk tess er gott ad afgangurinn af Boliviu er buinn ad semja og tannig klara allt vesen adur en vid komum.

Vid latum vita af okkur tegar vid komum til Sucre og hugsanlega munum vid taka flug tadan til La Paz.

Bestu kvedjur Inga og Saevar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hola guapos !

Gott að allt er í góðu, hefði líklegast fengið pínulítinn sting í hjartað að vita af ykkur í einhverjum látum og vitleysu. Sævar passaðu upp á Inguna mína...þetta er eina Ingan mín :)

Hasta pronto !

Hildur k (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:27

2 identicon

Hæ hæ!

Við vorum að koma heim úr bíó og ykkar var sárt saknað. Við fórum fjölskyldan á Potterinn til að halda í gamlar hefðir.

Passið nú vel upp á ykkur og ekki blanda ykkur í þessi verkfallsmál.

Þið megið ekki draga það að blogga þegar þið mætið til Sucre.  

Guðrún systir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:26

3 identicon

Findið. Við lentum einmitt í þessu sama í Bólivíu í fyrra. Við þurftum að fara einum degi fyrr frá Uyuni til þess að sleppa við verkfall og mögulega vegatálma. Þetta virðist vera býsna algengur viðburður þarna suður frá!

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 02:58

4 identicon

Eitt enn: Sævar lagði á mig smábölvun áður en þið lögðuð af stað þegar hann hringdi og sagði mér að hægt væri að sjá Venus að degi til. Nú er ég dottinn inn í þetta jaðarsport að reyna að sjá stjörnur á íslenskri sumarnótt þar sem engar stjörnur er að sjá. Dauðöfunda ykkur af stjörnuhimninum yfir Suður-Ameríku!

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 03:07

5 identicon

SÆVAR !! undur og stórmerki að gerast...þa hefur fundist vatn á Mars. Svona eru hlutirnir að gerast á meðan þú er að spóka þig í S-emeríkunni.

Hér er mynd af stórmerkjunum: http://www.b2.is/?sida=tengill&id=245943

HAHAHAHAHAH

Ég veit ég er fyndin...

Hildur k. (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 09:41

6 identicon

Hehe Hildur tù er mjog fyndin! Vid erum ekkert ad blanda okkur i tetta. Vid erum komin til Sucre og hèr er allt ì gòdu.

Inga (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:43

7 identicon

Stjornuskodun ad degi til er hollt og skemmtilegt sport. Um ad gera ad gera eins mikid af thvì og haegt er.

Jà, stjornuhimininn hèrna er òtrùlega glaesilegur. Mèr finnst omurlegt ad fara heim og horfa à nordurhimininn ì vetur.

Saevar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:36

8 identicon

Þú getur þó huggað þig við að þú átt afturkvæmt. Stefnum endilega að ferð til Chile eftir örfá ár. Áhugavert land og frábær stjörnuhiminn!

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband