Ferdin til Uyuni í Bólivíu

Hae aftur. Tá hofum vid lokid triggja daga svadilfor um Andesfjollin. Hún var baedi erfid og skemmtileg. Vid ferdudumst í tveimur fjórhjóladrifnum jeppum sem var eins gott tví stundum keyrdum vid upp klettótt fjoll o gtad var engin leid ad fatta ad vid vaerum á vegi. Vid byrjudum á tví ad keyra upp Andesfjollin Chilemegin. Tad var vegurinn malbikadur og allt í gódu en í 5000 m haed beygdum vid út af honum og keyrdum (ad tví er virtist) e-d út í buskann. Eftir smá tíma sáum vid hrorlega kofa og grínudumst med ad tarna vaeri bólivíska landamaerastodin. Og vitidi hvad? Tetta var hún. Tarna sátu tveir kappklaeddir landamaeraverdir og spurdust fyrir um okkur vorum ad koma inn í landidSmile Tarna var ísskalt og ég held ad mér hafi verid kallt tangad til í dag.

Eftir tetta sáum vid hvíta vatnid, graena vatnid og rauda vatnid. Auk tess sáum vid full af flamingóum, lamadýrum og vucuńas (sem eru eins og fíngerdari og saetari lamadýr sem lifa villt í Andesfjollunum). Um 6 leytid komum vid á gististadinn okkar, tar sem var ískuldi! Enda vorum vid í 4300 m haed. Vid kynntumst um kvoldid ágeatlega hollensku pari og tveimur fronskum og sátum og spiludum vid tau. Nóttin var fremur skrautleg tar sem ca. 30 manns gistu tarna og enginn gat sofid almennilega vegna kulda. Ég nádi ad dotta svona inn á milli (notadi Saevar sem hitapoka, var í tveimur buxum, tremur peysum, úlpu, med tvaer hettur á hofdinu, svefnpoka og trjú teppi) en voda lítid vegna kulda. Saevar gat nú bara ekki sofid neitt vesalingurinn (hugsanlega stal ég hitanum hans :( ) Teppin voru líka alltaf ad leka nidur af okkur alla nóttina.

Daginn eftir logdum vid aftur af stad klukkan átta um morguninn, svona frekar treytt og frosin stird. Sá dagur var ekkert sérstakur tví vid sáum bara endalaust fleiri lón og flamingóa. Tad var nú ordid frekar treytt. Auk tess sáum vid hluti sem vid hofum á Íslandi og okkur fannst ekkert merkilegt, en hinum fannst voda spennandi. Ísland hefur spillt okkur. Vid vorum med fjórum Bretum í bíl og teim fannst allt svakalega skemmtilegt. Verst hvad tau hofdu slaeman tónlistarsmekk (iPodinn teirra var tengdur vid útvarpid í bílnum allan daginn) A.m.k. bordudum vid alltaf vel og um kvoldid komum vid á hótel sem var byggt algjorlega úr salti, rúmin, bordin, veggirnir o.fl. voru úr saltkubbum og gólfid úr venjulegu salti. Tar hofdum vid sér herbergi med badi svo taegindin jukust mikid. Hérna er madur ordinn vanur ad labba um med klósettrúllu í vasanum og pissa í holur eda brotin ógedsleg klósett ( Tá vel ég nú frekar holuna). Saevar o.fl. spiladu um kvoldid fótbolta vid heimastrákana (10 og 12 ára) og seinna komu teir med inn og spiludu vid okkur "Laumu". Fyndid ad ég spiladi tetta spil mikid einu sinni og fronsku porin og tad hollenska líka, t.a. allir kunnu spilid, nema Saevar og bólivísku strákarnir. (Saevar er reyndar ordinn mjog gódur spilamadur:) )

Í dag voknudum vid upp úr fimm til ad ná sólarupprásinni á Saltsléttunni. Uyuni saltsléttan er 12000 ferkílómetrar og saltlagid er 6-7 metrar á tykkt. Hún er snjóhvít og slétt tannig ad tad er eins og madur gangi á hordu hafi. Hún er ótrúlega flott og ójardnesk. Vid fórum líka á kaktuseyju úti á midri sléttunni. Útsúnid tar var stórkostlegt. Tad er bara ekki haegt ad lýsa tessu!

Vid komum til Uyuni upp úr hádegi og skrádum okkur inn á frekar ógedslegt hostel med tessum tremur porum og erum af fara út ad borda med teim eftir korter. Vid vorum líka svo heppin á fá sídustu sex saetin til Potosí í fyrramálid (eitt parid fer beint til La Paz).

Tangad til sídar, vid hofum tad mjog gott

Inga


Skrítinn hjólreidartúr og stjornuskodun

Nú erum vid, thá adallega ég, búinn ad fara í stjornuskodun tvaer naetur í rod. Adfaranótt thridjudags fórum vid med fólki klukkan 19:00 í stjornuskodun hjá Alain. Ég fékk thann heidur ad adstoda hann vid stjornuskodunartúrinn og eftir thad fékk ég ad leika mér med graejurnar hans eins og ég vildi fram eftir nóttu. Alain sýndi okkur helling af fyrirbaerum og var ég eins og krakki í nammilandi. Vá, hvad thetta var aedislegt! Thegar Alain sá ad Inga var alveg ad deyja úr kulda og threytu bjó hann um hana í gestaherberginu heima hjá theim. Thá voru enn thá alveg thrír tímar thangad til ad ég var búinn en vid fórum loksins heim klukkan 05:00 um morguninn. Og Alain skutladi okkur! Ekkert smávegis almennilegur. Ég thurfti ekki einu sinni ad borga honum krónu fyrir eitt eda neitt.

Rétt ádur en vid fórum heim sá ég ad Nautid var ad koma upp. Regnstirnid beindist upp en ekki nidur eda til hlidar eins og heima og Sjostirnid var á hvolfi. Óríon lá á hlidinni og vísadi Sverdthokan upp! Mjog furdulegt en gladdi mitt litla stjornuhjarta óendanlega.

Daginn eftir vorum vid rosadugleg og leigdum okkur hjól. Vid aetludum ad hjóla ad Laguna Cejar med vidkomu hjá Alain. Eitthvad hofdum vid misskilid fjarlaegdirnar og thegar vid vorum búin ad hjóla í rúmar tvaer klukkustundir hittum vid fyrir manninn sem vinnur vid vatnid. Hann var thá á heimleid enda farid ad styttast í sólsetur. Hann sagdi okkur ad snúa vid sem fyrst annars kaemumst vid aldrei ad veginum aftur thví audvelt vaeri ad týnast í myrkrinu. Vid vorum svo heppin ad thegar vid aetludum ad snúa vid sáum vid fjolskyldu á pallbíl koma akandi á móti okkur. Vid stodvudum hann og spurdum hvort vid gaetum fengid far. Thau keyrdu okkur og hjólin til baka til San Pedro. Vid sátum á pallinum og fengum allt eydimerkurrykid yfir okkur. Vid vorum ordin frekar dokkbrún á litin thegar vid komum til baka, baedi ad drepast í rassinum eftir hjólahnakkinn og ekki búin ad sjá vatnid. Eftir á var thetta lítid aevintýri sem haegt er ad hlaeja ad. Fólkid í San Pedro stardi á okkur thar sem vid gengum ad hótelinu enda drulluskítug. Verst ad oll fotin okkar eru í thvottahúsinu og thví gátum vid ekki skipt um fot en reyndum ad dusta af okkur eins og vid gátum.

Um kvoldid fór ég sídan aftur í stjornuskodun frá 19:00 til 00:00. Ég nýtti thad kvold til thess ad taka myndir af himninum. Thad aetla ég ad gera aftur í kvold! Jibbí, ógedslega gaman hjá mér!!!

Eldsnemma í fyrramálid, klukkan 8, hefjum vid thriggja daga ferd um Uyuni saltsléttuna í Bólivíu. Vid munum thví ekki blogga neitt í einhverja daga. Vid munum ferdast upp í taeplega 5000 metra haed og erum búin ad kaupa lyf gegn haedarveiki en aetlum einnig ad fá okkur kókalauf. Vid verdum thví frekar "high" naestu daga.

Adios
Saevar og Inga

p.s Thad eru komnar fleiri myndir inn á myndasíduna.

  • http://public.fotki.com/saevarhelgi/ferdalag-um-sudur-amerku/

Valle de la Luna

Ferdin í Valle de la Luna var ágaet. Umhverfid var mjog glaesilegt og skrýtid til thess ad hugsa ad thetta hafi eitt sinn verid undir soltum sjó. Thví midur var frekar skýjad vid sólsetur og thess vegna vard thetta ekki eins magnad og thad átti ad vera. Nátturan minnti mig fremur á Mars heldur en tunglid, vegna thess ad bergid var rautt og sandurinn á koflum dokkur og raudur. Ég hef ekki enn séd eitthvad thví um líkt á tunglinu.

Annars er frekar lítid ad gerast hjá okkur thessa dagana. Vedrid hér í San Pedro er ekki ad heilla mig. Thad er alveg hlýtt og gott í sjálfu sér en thykk skýjaslaeda kemur í veg fyrir ad ég komist í stjornuskodun. Hér eiga ad vera ad medaltali 330 heidskýrir dagar á ári. Vid erum thegar búin ad upplifa 12% af skýjudu dogunum sem eftir eru. Ég er thví frekar pirradur á thessu. Kvoldunum sem ég aetladi ad nýta í stjornuskodun fer thví faekkandi.

Nú er bara ad vona ad thad létti til.


Salar de Atacama

Stjornuskodunin var frábaer! Vid laerdum fullt af nýjum stjornumerkjum og sáum morg mjog falleg fyrirbaeri. Thad sem stód upp úr var kúluthyrpingin Omega Centauri, Eta Carina thokan, kúluthyrpingin 47 Tucanae og Centaurus A. Vid sáum Litla-Magellanskýid í fyrsta skipti en Stóra-Magellanskýid var of lágt á lofti ad thessu sinni. Vid munum samt sjá thad í ferdinni.

Í gaer fórum vid í ferd ad Saltsléttunni í Atacama med vidkomu í litlum bae sem heitir Toconao. Thar kíktum vid á ýmsar steintegundir sem finnast í fjollunum hér og gáfum lamadýri ad borda. Nú hofum vid sem sagt baedi gefid theim ad borda og bordad thau. Í thessum bae fórum vid inn á heimili fólks og sáum hvernig thad býr. Mjog sérstakt og gaman ad sjá. Mjog ólíkt thví sem vid eigum ad venjast.

Saltsléttan var aedisleg, ótrúlega flott. Í midri sléttunni er vatn sem heitir Laguna Chaxa og thar dvelur fjoldi bleikra Flamingófugla. Vid sáum thrjár tegundir af theim fimm sem til eru í heiminum. Litadýrdin vid sólsetur á saltsléttunni var mjog falleg.  Á eftir forum vid í ferd um Valle de la Luna og Valle de la Muerte (Tungldalinn og Daudadalinn) og sjá sólsetrid thar sem á víst ad vera stórfenglegt.

Í sídustu faerslu gleymdum vid ad segja frá bandarískum hjónum sem vid hittum tvisvar í La Serena, aftur í Copíapó og svo aftur hér í San Pedro. Skemmtileg tilviljun. Í Copíapó settumst vid nidur med theim, fengum okkur thjódardrykkinn Pisco og spjolludum. Thau eru frá Seattle og eru á eftirlaunum núna en eru búin ad ferdast um allan heim frá thví thau voru 45 ára. Ferdalogin theirra eru akkúrat thad sem okkur hefur dreymt um. Allir sem vid hittum maela med thví ad vid heimsaekjum Asíu, sérstaklega Kína og Fijí. Okkur hefur thótt frekar ódýrt ad lifa hér en theim finnst Sudur-Ameríka frekar dýr eftir ad hafa verid í Asíu.

Og thad sem meira er, allir eru rosaspenntir fyrir Íslandi. Vid hittum austurríska stelpu sem er mikill addándi Sigur Rósar og langar mjog mikid ad heimsaekja Ísland thegar hún klárar lyfjafraedinám. Vinkona hennar heldur úti einhverri vefsídu thar sem haegt er ad laera íslenska frasa og ýmislegt um Ísland. Vid aetlum med henni í Tungldalinn á eftir.

Ad lokum, vid erum búin ad skrá okkur í ferd um Uyuni saltsléttuna í Bólivíu thann 11. júlí. Thad verdur 3 daga ferd og verdum vid skilin eftir í thorpinu Uyuni  thadan sem vid get um haldid áfram for okkar.

Ástarkvedjur,
Saevar og Inga

San Pedro de Atacama

Rútuferdirnar gengu vel og fór vel um okkur á thessu langa ferdalagi. Vid komum til San Pedro de Atacama um hádegid í gaer. Vid fundum eitthvad hostel og fórum svo í gongutúr um thennan pínulitla bae. Í baenum er eiginlega ekkert annad en veitingastadir, hótel, ferdaskrifstofur og túristabúdir. Thad búa ad stadaldri taeplega 5000 manns hérna en ferdamennirnir eru orugglega miklu fleiri. Vid heyrum eiginlega meira af ensku og thýsku en spaensku. Baerinn er annars mjog notalegur. Hér er thaegilegt loftslag, gódur hiti á daginn en svalt á naeturnar. Sólin skín allan daginn enda er thetta einn thurrasti stadur jardar med 330 heidskýra daga á ári. 

Thrátt fyrir ad hafa verid frekar threytt eftir ferdalagid keyptum vid okkur ferd ad El Tatio hverasvaedinu í Andesfjollunum. Thad ferdalag hófst klukkan 04:00 í nótt og lauk um klukkan 14:00. Hverasvaedid er í 4300 metra haed og vegurinn thangad mjog lelegur. Bílferdin var hraedileg! Inga segist aldrei hafa upplifad eins hraedilega bílferd thar sem hún var nánast út úr heiminum í tvo klukkutíma vegna bílveiki. Og ég sem aldrei verd bílveikur, aeldi thegar vid komum loks á stadinn. Bílveikinn er samt sennilega samblanda af lélegum vegi, mikilli haed og threytu hjá okkur.

Hverasvaedid var ekkert sérstaklega spennandi thar sem vid hofum séd mikilfenglegri hverasvaedi ádur. Ástaeda thess ad ferdinn hófst svo snemma var til ad gufan vaeri sem mest áberandi vid sólarupprás. Thad var skítkalt svona hátt uppi, sennilega -10 grádur og vid veltum oft fyrir okkur hvers vegna vid vaerum ad leggja thetta á okkur fyrir orfáa hveri.

Eftir hveraheimsóknina raettist thó verulega úr ferdinni. Vid heimsóttum pínulítid thorp í 4015 metra haed thar sem vid fengum ad smakka grillad kjot af lamadýri. Kjotid var fínt, minnti á nautakjot en var adeins ljósara. Í Andesfjollunum er fullt af ýmsum tegundum af lamadýrum sem vid skodudum. Eftir thorpaheimsóknina fórum vid í gonguferd um fornan kaktusdal sem var mjog skemmtilegt. Vid fylgdum eftir lítilli á inn í dalinn (skrýtid ad sjá á í skraufthurri eydimorkinni) thar sem vid skodudum risavaxna kaktusa. Sýnum ykkur myndir af thessu vid taekifaeri.

Vid komum orthreytt heim en gátum thví midur ekkert lagt okkur sem er pínu slaemt thví í kvold forum vid í fyrstu alvoru stjornuskodunina. Vid sáum stjornuhiminninn hédan úr eydimorkinni í 2500 metra haed í gaer og var hann stórkostlegur!!! Vid hofum aldrei séd jafn glaesilegan stjornuhiminn. Áberandi stjornumerki týndust í stjornumergdinni og vetrarbrautin okkar var ótrúlega augljós. Jafnvel dokkleit skýjasvaedi og lausthyrpingar í henni sáust audveldlega.

Hasta pronto
Seńor Saevar y Seńorita Inga

Keyrsla

Vid breyttum planinu okkar og ákvádum ad fara beint til San Pedro de Atacama. Vid logdum af stad frá La Serena kl. 12:45 og keyrdum í 5 klst. Núna erum vid í stoppi í Copiapó til kl. 11:15 í kvold og holdum tá áfram med naeturrútu til Calama og komum tangad kl. 9:30 í fyrramálid. Tetta sparar a.m.k. gistingu, verst bara ad vid fengum ekki saeti saman en tad reddast vonandi. Vid holdum svo áfram til San Pedro kl. 10:15 og verdum komin tangad vonandi um 12. Tad er sem sagt svaka ferdalag framundan en ad tví loknu verdum vid komin mun nordar og tví líklega í skemmtilegra loftslag. Í kringum San Pedro er líka ótrúlega mikid ad sjá svo vid verdum kjur tar í e-n tíma.

Tangad til naest

Inga


Cerro Tololo og Isla Damas

Skommu eftir ad vid skrifudum sídustu faerslu tókum vid eftir thví ad fólk hafdi safnast saman vid adalgotuna hér í La Serena. Vid vissum audvitad ekkert hvad var í gangi og spurdumst thví fyrir. Í ljós kom ad fólk beid eftir "the gays", thad er Gay Pride skrúdgangan var ad hefjast. Vid ákvádum ad sjálfsogdu ad fylgjast med. Thegar gangan var hafin sáum vid thessar svakaskvísur roltandi fáklaeddar upp gotuna. Skvísurnar reyndust vid nánari eftirgrennslan vera karlmenn í g-streng. Inga ofundadi thá mikid af rassinum.

Daginn eftir, á laugardaginn, fórum vid upp á Cerro Tololo thar sem nokkrar stjornustodvar eru. Fjallid er ríflega 2400 metra hátt og útsýnid thar yfir Andesfjollin og dalina í kring er stórkostlegt! Útsýnid eitt og sér er alveg thess virdi ad fara upp á thetta fjall. Vid fengum nokkurs konar sértúr um sjónaukana thví vid vorum thau einu sem toludum ensku en ekki spaensku og svo borgadi sig líka ad aetla sér ad laera thessi fraedi. Ég aetla ad segja meira frá thessu í naesta fréttabréfi Stjornuskodunarfélagsins. Myndir koma vid naesta taekifaeri.

Um kvoldid fórum vid svo út ad borda á stadinn Daniela I y II sem Lonely Planet maelti med og átti ad vera med ekta Chileskan mat. Thar fengum vid líklega versta matinn sem vid hofum fengid í Sudur-Ameríku. Inga fékk vidbjódslegustu sjávarréttasúpu sem ég hef nokkru sinni séd. Lyktin minnti á rotnandi fisk og bitarnir í henni voru gúmmíkenndir. Mjog ógedslegt. Ég fékk mér einhverja ógedslegustu steik sem ég hef fengid. Thad var ekki einu sinni haegt ad skera kjotid sem var einhvers stadar falid undir thykkri rasphúd. Ojj. Kartoflumúsin med kjotinu var bragdlaus pakkakartoflumús. Mamma ég sakna kartoflumúsarinnar thinnar. Vid fordudum okkur mjog hratt út af thessum ógedslega stad og hrodudum okkur í Súpermarkadinn thar sem vid keyptum okkur jógúrt. Vid bordudum thar heitan mat kvoldid ádur sem var miklu betri, thrátt fyrir ad thad vaeri svona lágklassa motuneytismatur. Chileskur matur er ekki alveg okkar thótt hann sé ágaetur ad morgu leyti. 

Í dag voknudum vid svo snemma til thess ad heimsaekja Isla Damas eda Domueyju sem er nordan vid La Serena. Morgunmaturinn á hótelinu er snilld svo vid fognudum honum í morgun eftir skelfingu gaerkvoldsins. Vid Isla Damas er ad finna fullt af saeljónum, hofrungum, morgaesum, pelíkonum og fleiri skemmtilegum fuglum. Ég nádi fullt af fínum myndu af thessum dýrum. Okkur thótti saeljónin ansi skemmtileg og morgaesirnar voda saetar roltandi upp brattar hlídar eyjanna. Thad kom okkur mjog á óvart hvad saeljónin og morgaesirnar gátu audveldlega klifrad upp mjog bratta og sleipa kletta; kletta sem vid sjálf hefdum varla treyst okkur til ad klífa. Á leidinni heim lenti Inga á eins og hálfs klukkutíma spaensku spjalli vid eitt parid og var úrvinda eftir á.

Á morgun holdum vid áfram nordur og liggur leidin til Copiapo. Thar aetlum vid ad stoppa stutt vid og kíkja vonandi í thjódgard sem er í yfir 4000 metra haed, ef thad er haegt. 

Gudrún, innilega til hamingju med afmaelid thitt! Ertu ekki tvítug? 


La Serena

Sídustu dagar hafa verid fremur rólegir hjá okkur thví vid bídum eftir thví ad komast upp á Cerro Tololo til ad skoda stjornustodvarnar thar. Í dag fórum vid nidur ad strondinni og horfdum á Kyrrahafid. Voda rómantískt. Vedrid hefur verid fínt, sól og blída en strondin var frekar kold.

Hótelid okkar er frábaert og morgunmaturinn aedislegur. Thid getid séd hvar vid gistum hér (http://www.punto.de/en_index.html). Eigendurnir eru thýsk hjón sem eru frábaer og ótrúlega hjálpsom. Á hótelinu hittum vid Chuck, bandarískan strák sem er ad laera logfraedi og var mjog skemmtilegur. Vid fórum med honum í stjornuskodunina og hofum spjallad mikid vid hann.

Ég var ad hlada inn nýjum myndum á nýja myndasídu thar sem ég get vonandi sett meira magn af myndum. Slódin er:

(Heh, rétt í thessu vard jardskjálfi hér í Chile, skammt nordan Valparaíso sem er sunnan vid okkur. Enginn risaskjálfti svo sem en thetta minnti mig óneitanlega á gamla góda Ísland. Hann var 5,6 á Richter.)

Á thridjudagskvoldid fórum vid í stjornuskodun í Observatorio Mamalluca sem er í um 1500 metra haed í Andesfjollunum, fyrstu stjornuskodunina hér í Sudur-Ameríku. Ég var thví ekkert lítid spenntur thrátt fyrir ad tunglid vaeri nastum fullt og stjornuhiminninn nyti sýn ekki fullkomlega. Himinninn var engu ad sídur glaesilegur en ég vard fyrir pínu vonbrigdum. Ástaedan er sú ad thessi stjornuskodun var midud ad algjorum byrjendum sem hafa aldrei kíkt í gegnum sjónauka. Vid sáum thar af leidandi adallega tunglid og Júpíter. Júpíter var risastór vonbridgi í gegnum thennan 12" Meade sjónauka thví hann var allur thokukenndur. Ekkert sást annad en Galíleótunglin og tvo skýjabelti. Sama hvad ég reyndi ad fókusa vard myndin var ekki gód. Ég hef séd Júpíter morgum sinnum betur í mínum sjónauka.

Thad sem gladdi mest mitt auga var lausthyrpingin NGC 3235 og kúluthyrpingin Omega Centauri. Omega Centauri er flottasta kúluthyrping sem ég hef séd. Sá djúpfyrirbaerin í gegnum 12" Orion Dobson-sjónauka sem er mjog gódur. Thetta voru einu djúpfyrirbaerin sem vid sáum thetta kvold og thví var heimsóknin í Mamalluca dálítil vonbrigdi. Ég á samt eftir ad fara í alvoru stjornuskodun í San Pedro de Atacama hér í Chile med alvoru sjónaukum og alvoru augnglerjum.

Ég hlakka svooooo til!


Ovalle-La Serena

Hae aftur

Tá erum vid komin til La Serena, búin ad nýta tímann vel. Vid komum til Ovalle um hálf sex leytid í gaer og tar var strax adeins hlýrra en í Santiago enda búin ad ferdast í 6 klukkutíma med rútu í nordurátt. Ovalle er 92.000 manna krummaskud og vid fórum á annad af tveimur hostelum. Ótrúlegt en satt tá var nánast eins kalt inn á tessu hosteli og í Santiago trátt fyrir hitamuninn úti. Óskiljanlegt! Vid flúdum kuldann og roltudum um baeinn. Tarna halda teir sko hvíldardaginn heilagann. Allir veitingastadir voru lokadir nema einn kínverskur sem vid fundum á endanum. Tad var svo sem allt í lagi tar sem maturinn var mjog gódur.

Í morgun fórum vid á rútustodina og aetludum ad taka rútu til ad skoda Valle del Encanto.  Tar hittum vid tennan yndaela, eldri leigubílstjóra sem baudst til ad keyra okkur fram og til baka og ad fara med okkur um dalinn fyrir 1200 kr. Vid tókum tad audvitad tví annars hvedum vid turft ad labba heilmikid og gott ad hafa leidsogumann. Í dalnum bjuggu indiánar (ég man ekki hvad teir hétu) á árunum 200-700 e.Kr.Tetta var ótrúlega skemmtileg ferd! Tad var glampandi sólskin og hlýtt og vid sáum klettaristur, lófafor og e-d málad á klettana en tad var naestum vedrad af. Dalurinn var mjog fallegur og leigubílstjórinn kom med ýmsa skemmtilega punta, t.d. ad ein ristan var af sólgudinum, sýndi okkur holurnar tar sem indiánarnir muldu maísinn í, sagdi okkur frá tví hvernig teir traeddu ákvednar hnetur upp á band og settu utan um okklann á sér ádur en teir fóru ad dansa o.fl. Tetta var sem sagt allt mjog vel heppnad og eftir á skiladi bílstjórinn okkur á rútustodina. Tar var rúta ad fara til La Serena 10 mín. seinna svo vid skelltum okkur bara.

Vid vorum svo miklir kjánar ad vid fórum úr rútunni í vitlausum bae en tad reddadist sem betur fer. E-r leigubílstjóri sagdi okkur ad vid vaerum ekki í La Serena og vid hoppudum aftur inn í rútuna. Rútubílstjórarnir hlógu bara ad okkur.

Eftir ad ráfa um La Serena alveg týnd í dálítinn tíma, sagdi e-r bandarískur skiptinemi okkur til vegar (hún var úti ad borda á sama veitingastad og vid í Santiago, heimurinn er lítillSmile) og vid fundum hostelid okkar. Tad er alveg aedilegt, svona Midjardarhafsfílingur á tví. Okkur líst mjog vel á allt hérna. Saevar er í skýjunum tví hann getur baedi horft á Copa America hér og skodad Cerro Tololo, sem er e-r risastjornustod svo aetli vid verdum ekki hér í taepa viku.

En tá aetlum vid ad fara ad finna veitingastad fyrir kvoldid. E-d kosý tar sem vid erum búin ad vera saman í 8 mánudi í dag. Vóóó! Hehe

Ástfangin sem aldrei fyrr

Inga og Saevar

Ps. Síminn minn dó e-r stadar á milli Argentínu og Chile svo sendid sms í símann hans Saevars, ef tid turfid tess.


Santiago - dagur 2 og 3

Ég aetla ad byrja á thví ad segja ad Santiago er kold. Mjog kold. Hér er náttúrulega vetur og thegar vid lentum var ekki nema 5 stiga hiti í borginni. Í gaer var rigning og skítakuldi en í dag var sólskin sennilega mest um 10 grádu hiti. Thad er samt kaldara inni á hostelinu heldur en úti. Hvers vegna veit ég ekki en gaeti thó trúad thví ad ástaedan sé skortur á ofnum (thad eru engir ofnar á hótelinu, bara gashitarar inn á herbergjunum sem hafa takmarkad afl).

Í gaer fórum vid annars á rolt um borgina. Vid byrjudum á ad heimsaekja thjódminjasafnid hér í borg en á thví eru eingongu munir fyrir tíma Kólumbusar; sem sagt munir frá Mayum, Astekum og Inkum. Safnid var mjog skemmtilegt og munirnir mjog forvitnilegir margir hverjir. Einn galli var thó á thessu safni en thad var ad bannad var ad taka ljósmyndir inni á thví. Ég var náttúrulega ekki sáttur med thad en hafdi slokt á myndavélinni thar sem ég fékk hvort ed er frítt inn á safnid.

Eftir thetta var forinni haldid ad heimili sérvitringsins og Nóbelsskáldsins Pablo Neruda (fékk bókmenntaverdlaun Nóbels árid 1971 fyrir ljódabaekur sínar). Ég vissi nú ekkert hver thessi náungi var ádur en ég fór út enda aldrei lesid neitt eftir hann. Inga las sídan einhver ljód fyrir mig eftir kappann og thá fékk ég heldur engan áhuga á honum. Ljódin hans eru asnaleg ad mínu mati.

Húsid hans er í hlídum haedar sem er inni í midri Santiago. Neruda var víst mikill áhugamadur um skip og er húsid hans eins og thannig í laginu. Gólfin halla eins og madur vaeri staddur á sjó og veggir eru máladir bláir thannig ad thegar Neruda horfdi út um gluggann var eins og hann horfdi út á sjóinn. Vid borgudum inn á thetta safn thannig ad ég bjóst vid thví ad fá ad taka myndir. En nei aldeilis ekki. Af einhverjum ókunnum ástaedum mátti ekki taka myndir í húsinu hans. WTF??? Thá var ég nú ekki sáttur og heldur bitur og er eiginlega enn bitur út í thetta. Ad odru leyti var húsid hans mjog sérkennilegt og allt fullt af einkennilegum húsgognum. En, ég get audvitad ekki sýnt myndir af thessu thar sem ég á engar myndir. Mér fannst merkilegast ad sjá Nóbelsverdlaunin hans en Ingu fannst thetta allt voda spennandi og skemmtilegt.

Eftir heimsóknina byrjadi ad hellirigna svo vid ákvádum ad fara upp á hótelid okkar. Thar hittum vid fjórar írskar stelpur á okkar aldri sem eru í heimsreisu (sá sem sagdi ad stelpur frá Bretlandseyjum vaeru ljótar er dead wrong). Vid spjolludum vid thaer nánast allt kvoldid og horfdum saman á sjónvarpid. Alltaf skemmtilegt ad hitta adra ferdalanga.

Í dag fórum vid aftur í gongutúr um borgina en í thetta sinn upp haedina í midri borginni. Á toppnum er stytta af einhverri Mary jómfrú (ég veit alveg hver hún er), útsýnispallur og... jújú, kirkja! Í hátolurunum ómadi svo einhver trúartónlist. Thetta var ekki alveg fyrir trúleysingjann mig en ég ákvad bara ad hunsa thetta og njóta útsýnisins yfir borgina sem er alveg gedveikt! Í fjarska blostu nokkrir tindar Andesfjallana vid og gnaefdu hátt yfir mengunarmokkinn sem liggur alltaf yfir borginni. Mjog glaesilegt útsýni. Haedin er í taeplega 400 metra haed yfir borginni og tókum vid kláfferju nidur sem var hressandi. Á heimleidinni gengum vid í gegnum útimarkad thar sem allt er morandi í vasathjófum. Einn theirra reyndi ad opna toskuna hjá mér en hetjudád Ingu kom í veg fyrir ad hann naedi nokkri. Ég er reyndar ad ýkja adeins. Um leid og Inga leit á gaeann (ca fimmtugur madur) sleppti hann rennilásnum á toskunni og hljóp burt eins og aumingi. Hann nádi sem sagt ekki einu sinni ad opna toskuna lúserinn sá. Eftir thetta tók ég bakpokann af mér og setti hann framan á mig. (Thad er annars nánast ómogulegt ad komast ofan í toskuna og ná einhverju úr henni. Ég tharf alltaf ad leggja hana nidur og opna upp á gátt.)

Í kvold tókum vid thjódverjann á thetta og fengum okkur hraeódýra súpu í kvoldmat. Vid eldudum sjálf og eyddum 300 krónum í súpu, braud, vatn, banana og tvaer dósir af Fanta. Madur er heppinn ef madur faer banana fyrir undir 300 kr. Ekki amalegt thetta. 

Á morgun tokum vid rútu til lítils baejar sem heitir Ovalle. Thar er aetlunin ad skoda einhver falleg náttúruvaetti og slappa af. Eins og vid hofum ekki gert nóg af thví hingad til....


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband